Opnuð verður ný sýning á verkum Errós í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í dag, laugardag 5. október, kl. 15 og ber hún yfirskriftina 1001 nótt. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran
Myndlist „Daníel og ljónin“ frá 1978.
Myndlist „Daníel og ljónin“ frá 1978.

Opnuð verður ný sýning á verkum Errós í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í dag, laugardag 5. október, kl. 15 og ber hún yfirskriftina 1001 nótt. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran.

„Þegar Erró hóf árið 1977 að gera myndaseríuna Þúsund og eina nótt var hugmynd hans sú að setja saman 1001 myndverk sem hann myndi síðan birta í bók. Honum tókst þó ekki ætlunarverkið en málaði alls 137 málverk sem tengjast myndaseríunni,“ segir í tilkynningu frá safninu.

Við sama tilefni veitir Einar Þorsteinsson borgarstjóri viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur. Sjóðnum er ætlað að efla listsköpun kvenna og er þetta í 24. sinn sem veitt er úr sjóðnum.