Rafmagnsleysið í vikunni afhjúpar óboðlegan veikleika í orkumálum

Það var furðulegt að sjá kort af svæðunum sem urðu rafmagnslaus þegar sló út í álveri Norðuráls á Grundartanga á miðvikudag. Ekki varð rafmagnslaust í næsta nágrenni álversins, en hins vegar fór rafmagnið á Norður- og Austurlandi. Það var eins og slegið hefði út í Albaníu og orðið rafmagnslaust á Spáni.

Ástæðan fyrir rafmagnsleysinu var veikleiki í byggðalínu. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets lýsti því þannig í Morgunblaðinu í gær að við vandræðin í álverinu hefði komið högg á kerfið. Virkjanir tengdar við sterkasta kerfið hefðu getað brugðist við og skrúfað niður framleiðsluna, en veikasta svæðið hefði verið berskjaldað.

En það varð ekki bara rafmagnslaust á Norður- og Austurlandi. Höggið olli greinilega miklu tjóni. Á annað hundrað tjónstilkynningar höfðu borist í fyrradag og var tjónið í einhverjum tilvikum metið á tugi

...