Vinir hennar sögðu að hún hefði drukkið eins og svampur og blótað eins og sjómaður.
Maggie Smith vann til fjölda verðlauna og viðurkenninga á ferli sem spannaði 70 ár.
Maggie Smith vann til fjölda verðlauna og viðurkenninga á ferli sem spannaði 70 ár. — Mynd/Wikipedia

Breska stórleikkonan Maggie Smith lést nýlega 89 ára gömul. Hún átti sjö áratuga farsælan feril sem leikkona og hlaut fjölda verðlauna. Lengst af gat hún farið frjáls ferða sinna án þess að þekkjast en það breyttist með framhaldsþáttunum Downton Abby þar sem hún lék greifynjuna og eiturtunguna Violet Crowley sem tortryggði framfarir og kærði sig hvorki um að fá síma né rafmagn á óðalssetrið.

Þættirnir gerðust á árinum 1912-1925 og einnig voru gerðar kvikmyndir um sömu persónur. Í einni myndanna lést greifynjan karaktermikla og var syrgð um allan heim. „Þetta er fáránlegt, ég lifði fullkomlega eðlilegu lífi þangað til ég lék í Downton. Enginn vissi hver ég var,“ sagði Maggie Smith.

Hún fæddist árið 1934. Faðir hennar var meinafræðingur og móðir hennar ritari. Smith sagði að þörfin fyrir að leika hefði fylgt

...