Sársaukafullt öskrið nísti inn að beini – og mun í reynd aldrei þagna.

Pistill

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

Sonur minn spurði mig í sumar hver væri uppáhaldspersóna mín í sjónvarpssögunni. Ekki stóð á svari – Kunta Kinte. Fundum okkar félaga bar fyrst saman fyrir 45 árum eða svo (man ekki nákvæmlega hvenær Rætur voru á dagskrá Sjónvarps) og þrællinn sem þrátt fyrir örlög sín var ávallt frjáls í sinni hafði djúpstæð áhrif á barnið sem ég var (og er á vissan hátt enn). Óréttlætið, níðingsskapurinn og grimmdin sem hann mátti sæta sveið sárt og atriðið þar sem faðir Kuntas, Mandinka-stríðsmaðurinn Omoro Kinte, gerir sér grein fyrir því að hann mun aldrei aftur sjá 15 ára gamlan son sinn er það mergjaðasta í gjörvallri sögu sjónvarps. Sársaukafullt öskrið nísti inn að beini – og mun í reynd aldrei þagna.

Hvers vegna er ég að rifja þetta upp núna? Jú, leikarinn sem fór með hlutverk Kuntas

...