„Það er ekki á hverjum degi sem maður frumflytur verk eftir Mozart. Þetta er virkilega stór stund,“ segir Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, en hann er meðal þeirra sem flytja munu á morgun sunnudag, í fyrsta sinn á Íslandi, áður óþekkt tónverk, Ganz kleine Nachtmusik, eftir W.A
Tónleikahópurinn Þau spila á morgun, f.v. Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla, Sigurgeir Agnarsson selló, Ari Þór Vilhjálmsson fiðla, Rita Porfiris víóla, Sólveig Vaka Eyþórsdóttir fiðla og Sigurður Bjarki Gunnarsson selló.
Tónleikahópurinn Þau spila á morgun, f.v. Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla, Sigurgeir Agnarsson selló, Ari Þór Vilhjálmsson fiðla, Rita Porfiris víóla, Sólveig Vaka Eyþórsdóttir fiðla og Sigurður Bjarki Gunnarsson selló. — Morgunblaðið/Karítas

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Það er ekki á hverjum degi sem maður frumflytur verk eftir Mozart. Þetta er virkilega stór stund,“ segir Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, en hann er meðal þeirra sem flytja munu á morgun sunnudag, í fyrsta sinn á Íslandi, áður óþekkt tónverk, Ganz kleine Nachtmusik, eftir W.A. Mozart. Verkið fannst á Ríkisbókasafninu í Leipzig í síðasta mánuði og er strengjatríó fyrir tvær fiðlur og selló. Auk Ara flytja verkið með honum Sólveig Vaka Eyþórsdóttir á fiðlu og Sigurgeir Agnarsson á selló. Á tónleikunum, sem eru á vegum Kammermúsíkklúbbsins, verða einnig fluttir tveir strengjasextettar, annar eftir Schönberg en hinn eftir Tsjaíkovskí, og bætast þá í hópinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og Rita Porfiris, báðar á víólu, og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló.

...