Óhugnanleg þróun og ískyggileg

Andúð á gyðingum hefur farið vaxandi víða um heim eftir grimmilegt hryðjuverk Hamas í Ísrael fyrir ári.

Felix Klein er skipaður af þýskum stjórnvöldum til að leiða baráttuna gegn gyðingahatri. Hann talar í viðtali við AFP um „flóðbylgju af gyðingaandúð“ eftir árás Hamas á Ísrael 7. október í fyrra. Leita þurfi aftur til helfararinnar til að finna dæmi um að jafnmargir gyðingar hafi verið myrtir í einu.

Segir hann þar að „opinn og ágengur antísemitismi í öllum sínum myndum“ sé meiri en „nokkurn tímann síðan 1945“, jafnt í Þýskalandi sem um allan heim. Í glæpatölfræði ársins 2023 hafi í fyrra verið skráð 5.000 tilfelli sprottin af gyðingaandúð. Helmingur þeirra hefði átt sér stað eftir 7. október.

Þetta er óhugnanleg þróun og ískyggileg og sýnir hvað

...