Við hjónin fylgjumst alltaf vel með jólabókaflóðinu og veljum fimm til sex bækur sem okkur þykja áhugaverðar. Um síðustu jól urðu eftirfarandi bækur fyrir valinu: Dauðadjúp sprunga eftir Lilju Sigurðardóttur sem er mjög áhrifamikil spennusaga og…

Við hjónin fylgjumst alltaf vel með jólabókaflóðinu og veljum fimm til sex bækur sem okkur þykja áhugaverðar. Um síðustu jól urðu eftirfarandi bækur fyrir valinu: Dauðadjúp sprunga eftir Lilju Sigurðardóttur sem er mjög áhrifamikil spennusaga og fjallar um Áróru og systur hennar sem fannst látin í hraungjótu á Reykjanesi. Maðurinn frá Sao Paulo eftir Skúla Sigurðsson er um íslenskan leigubílstjóra sem er skotinn í hnakkann 1977 en einnig koma við sögu þýskir hermenn sem særðust í orrustu í Úkraínu 1942. Skemmtileg flétta um raunverulega atburði og persónur. Land næturinnar eftir Vilborgu Davíðsdóttur er af allt öðrum meiði og fjallar um Þorgerði Þorsteinsdóttur. Eftir mikinn harmleik á Íslandi heldur hún í ævintýraför til Norergs og annarra landa þar sem hún lendir í miklum lífsháska. Fróðleg lesning og spennandi. Miðillinn eftir Sólveigu Pálsdóttur er áhugaverð spennusaga sem heldur lesanda en fær svo mjög óvæntan endi. Babúska eftir

...