— Ljósmynd/Marínó Flóvent

Hvernig á að halda upp á afmæli Dimmu?

Við ætlum að halda upp á tuttugu ára afmælið með SinfoniuNord og söngsveitinni Fílharmóníu. Við förum yfir allan ferilinn og leikum efni af öllum sex plötunum sem við höfum gert.

Hvernig fer það saman, þungarokk og sinfónía?

Í okkar tilfelli fer það gríðarlega vel saman vegna þess að við höfum oft notað bæði kóra og strengjasveitir á plötunum okkar. Svo höfum við meðvitað verið melódískir þannig að lagasmíðarnar eru bæði melódískar, dramatískar og stórar. Sinfónían og söngsveitin stækka okkar hljóðheim og gera hann mikilfenglegri.

Hversu þungir eruð þið?

Við erum ekkert í dauðarokkinu. Ætlum við séum ekki einhvers staðar á milli

...