Hin enska Ella Purnell er rísandi stjarna í heimi sjónvarpsins.
Hin enska Ella Purnell er rísandi stjarna í heimi sjónvarpsins. — AFP/Etienne Laurent

Hefnd Hvað gerir ung kona sem lögð var í einelti í skóla, er vanmetin í vinnunni og er almennt orðin hundleið á því að vera álitin lítil mús? Jú, hún gerist raðmorðingi. Þannig er það alla vega í biksvörtum kómedíumyndaflokki Sweatpea sem nálgast má á Sky Atlantic frá og með næstu helgi. „Sá síðasti sem kallaði mig Sweatpea týndi lífi,“ segir hún. Ella Purnell úr Yellowjackets fer með aðalhlutverkið.