Fiskeldi í sjó hefur á mjög skömmum tíma orðið að meiri háttar atvinnugrein á Íslandi og mun sennilega þrefaldast að umfangi á komandi árum. Í landeldinu er síðan fyrirhugað að ráðast í verkefni af stærðargráðu sem aldrei hefur áður sést og nýta…
— Ljósmynd/Arnarlax

Fiskeldi í sjó hefur á mjög skömmum tíma orðið að meiri háttar atvinnugrein á Íslandi og mun sennilega þrefaldast að umfangi á komandi árum. Í landeldinu er síðan fyrirhugað að ráðast í verkefni af stærðargráðu sem aldrei hefur áður sést og nýta einstaklega heppilegar aðstæður á Íslandi til að framleiða hágæðalax á samkeppnishæfu verði. Er ljóst að ef þessi plön verða öll að veruleika verður laxeldi ein af mikilvægustu undirstöðum íslenska hagkerfisins.

Gaman er að vera bjartsýnn fyrir hönd greinarinnar, og þjóðarinnar allrar, enda munar um nýja atvinnugrein sem bæði býr til miklar útflutningstekjur og vel launuð störf í byggðum sem áður glímdu við fólksfækkun en þurfa núna margar að fást við þann lúxusvanda að reyna að taka vel á móti nýju fólki. Margir viðmælendur á síðunum hér að aftan minna þó á að draumurinn um mörg hundruð þúsund tonna framleiðslu á ári er sýnd veiði en ekki

...