Starfsfólk Trefja ehf. hefur haft nóg að gera við að halda í við vöxt íslenskra fiskeldisfyrirtækja að undanförnu. Vextinum er hvergi nærri lokið og fram undan eru mörg metnaðarfull landeldisverkefni sem kalla m.a
— Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Starfsfólk Trefja ehf. hefur haft nóg að gera við að halda í við vöxt íslenskra fiskeldisfyrirtækja að undanförnu. Vextinum er hvergi nærri lokið og fram undan eru mörg metnaðarfull landeldisverkefni sem kalla m.a. á að smíða gríðarstór eldiskör úr trefjaplasti. „Ef öll verkefnin færu af stað á sama tíma gæti það skapað smávegis vandamál en verkefnin virðast ætla að raðast vel upp og uppbyggingin ætti að vera vel viðráðanleg,“ segir Úlfar Þór Viðarsson. „Við höfum unnið með nánast öllum fiskeldisfyrirtækjum á Íslandi og sjáum fram á að eftir eitt til tvö ár verði þunginn í framkvæmdunum hvað mestur, en við munum geta leyst úr því.“

Úlfar er framkvæmdastjóri rekstrar hjá Trefjum en þetta rótgróna fyrirtæki hefur fylgt íslenskum sjávarútvegi í gegnum alls kyns sveiflur

...