Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Skv. upplýsingum frá Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur aðstoðarforstjóra HMS var opnað fyrir umsóknir upp úr hádegi í gær en lokað hafði verið fyrir umsóknir frá því í maí sl

Ólafur E. Jóhannsson

Ómar Friðriksson

Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Skv. upplýsingum frá Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur aðstoðarforstjóra HMS var opnað fyrir umsóknir upp úr hádegi í gær en lokað hafði verið fyrir umsóknir frá því í maí sl. Síðdegis höfðu borist 40 umsóknir.

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra breytti í gær reglugerð um hlutdeildarlánin og hækkaði tekjuviðmiðin vegna lánanna.

Engin hlutdeildarlán hafa verið afgreidd frá því í byrjun sumars en Alþingi samþykkti í júní að hækka lánsfjárheimild til hlutdeildarlána úr 3 í 4 milljarða kr. en HMS hefur svo þar til nú beðið eftir að fá fjárheimildina afgreidda.

„Hægt að afgreiða þetta strax“

...