Framkvæmdir ganga vel í Vestmannaeyjum. Hönnun landeldisstöðvarinnar fyrir Laxey er eitt af stærstu verkefnum EFLU um þessar mundir og gaman er að fylgjast með þessu nýja stórfyrirtæki taka á sig mynd.
Framkvæmdir ganga vel í Vestmannaeyjum. Hönnun landeldisstöðvarinnar fyrir Laxey er eitt af stærstu verkefnum EFLU um þessar mundir og gaman er að fylgjast með þessu nýja stórfyrirtæki taka á sig mynd. — Ljósmynd/EFLA

Hönnunarverkefni fyrir fiskeldisgeirann verða æ fyrirferðarmeiri í starfsemi EFLU. Hvert verkefni er stórt að umfangi og kemur sér vel að verkfræðingar félagsins hafa þekkingu á breiðu sviði enda geta fiskeldisstöðvar verið mjög flóknar og mjög rík krafa gerð um afköst og öryggi.

Smári Guðfinnsson er fyrirliði Vélateymis EFLU og hönnunarstjóri landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Segir hann að vonir standi til að EFLA taki virkan þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem fram undan er í íslensku fiskeldi, en hjá EFLU starfa í dag um 560 manns og auk höfuðstöðvanna á Íslandi hefur EFLA starfsemi í sex Evrópulöndum til viðbótar.

„Við erum með öflugt viðskiptaþróunarsvið sem er alltaf vakandi yfir því hvar tækifærin kunna að leynast á komandi árum. Komum við því snemma auga á þá uppbyggingu sem núna er að fara hraustlega í gang og gátum því verið

...