Vinsæll ljósmyndari sem stundar fallhlífarstökk eða þeysir um á mótorfáki milli verkefna
Woman of the Hour er fyrsta kvikmyndin sem Anna Kendrick leikstýrir.
Woman of the Hour er fyrsta kvikmyndin sem Anna Kendrick leikstýrir. — AFP/Valerie Macon

Árið er 1978 og Sheryl Bradshaw er ung leikkona sem þráir ekkert heitar en að slá í gegn í henni Hollywood. En það er hægara sagt en gert; af einhverjum ástæðum er eins og að heimurinn sé ekki að bíða eftir henni. Í þeirri viðleitni að vekja á sér athygli skráir hún sig til leiks í stefnumótaþættinum The Dating Game í sjónvarpinu. Það verður aldrei verra en græskulaust gaman og í besta falli tekur einhver eftir henni. Og býður henni ef til vill draumahlutverkið.

Sheryl kemur sér makindalega fyrir á stól í myndverinu og handan við þilið eiga að vera þrír frambærilegir piparsveinar sem hún á að velja á milli, án þess að sjá þá. Þið þekkið þessar reglur. Hvað hét þessi þáttur hér heima? Var það ekki Djúpa laugin?

Sheryl kemur strax að lykilspurningunni: „Til hvers

...