Nú bregður hins vegar svo við að ég er sammála hverju orði Icelandair-forstjórans.

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Ögmundur Jónasson

ogmundur@ogmundur.is

Oftar en ekki hef ég reynst vera ósammála Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair um landsins gagn og nauðsynjar. Mér býður í grun, án þess þó að vita það með vissu, að jafnvel enn oftar hafi Bogi Nils Bogason verið mér ósammála um landsins gagn og nauðsynjar.

Nú bregður hins vegar svo við að ég er sammála hverju orði Icelandair-forstjórans. Í viðtölum við fjölmiðla hefur hann sagt það hvorki raunhæft né skynsamlegt að forgangsraða innviðauppbyggingu með því að setja hundruð milljarða í nýjan flugvöll í Hvassahrauni eins og sívinnandi rannsóknarnefnd til margra ára segir fýsilegan kost í nýútgefinni skýrslu. Í viðtali við Morgunblaðið kemst Bogi Nils

...