Hilmar Breiðfjörð Þórarinsson húsasmíðameistari fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1961. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 20. september 2024.

Móðir hans var Guðmunda Þóranna Þórarinsdóttir, f. 1929, d. 1994. Uppeldisfaðir og afi var Þórarinn Ólafur Vilhjálmsson, f. 1904, d. 1988. Bróðir hans er Jón Þórir Gunnar Þórarinsson, f. 1948, maki Rósa Þorsteinsdóttir, f. 1950.

Eiginkona Hilmars var Elínborg Salóme Jónsdóttir, meistari í húsgagnabólstrun, frá Stóradal í A-Húnavatnssýslu, f. 1962, d. 2017. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 1912, d. 1965, og Guðfinna Einarsdóttir, f. 1921, d. 2014. Börn þeirra og afkomendur eru: 1) Harpa Björk, f. 1991. Birta Marín Ingólfsdóttir, f. 2013, Aníta Sól Ingólfsdóttir, f. 2017, Glódís Lea Ingólfsdóttir, f. 2020. 2) Birkir Freyr, f. 1991, maki Árný Guðjónsdóttir, f. 1991. ...