Sumir telja að þetta sé klíka og að sömu leikararnir fái öll hlutverkin. Það gerist alltaf af og til að nýtt fólk fær séns.
„Ég er ekki sá fyrsti sem sinnir þessu starfi en ég er sannarlega sá fyrsti sem vinnur við þetta í fullri vinnu,“ segir Vigfús, sem vinnur við leikaraskipan hjá fyrirtæki sínu Doorway Casting.
„Ég er ekki sá fyrsti sem sinnir þessu starfi en ég er sannarlega sá fyrsti sem vinnur við þetta í fullri vinnu,“ segir Vigfús, sem vinnur við leikaraskipan hjá fyrirtæki sínu Doorway Casting. — Morgunblaðið/Ásdís

Bak við hverja kvikmynd eða sjónvarpsþátt liggur ómæld vinna áður en áhorfendur fá að sjá afraksturinn. Miklu máli skiptir að ráða réttu leikarana í hlutverkin en sú leit getur verið vandasöm. Vigfús Þormar Gunnarsson er líklega sá Íslendingur sem veit mest um þau mál, en hann starfar við leikaraskipan hjá fyrirtæki sínu Doorway Casting. Vigfús settist niður með blaðamanni til að segja frá starfi sínu og þar var ýmislegt sem kom á óvart.

Eldskírn á setti

Leiklistarbakterían blundaði í Vigfúsi frá unga aldri. Honum þótti gaman að vera með í leikritum í barnaskóla og kunni ágætlega við athyglina. En íþróttir áttu hug hans allan lengi framan af en Vigfús spilaði handbolta með Haukum. Hann segir að sem barn og unglingur hafi hann upplifað sig sem meiri íþróttamann en leikara, en eftir veikindi og meiðsl lagði hann handboltaskóna á hilluna.

...