Mér finnst mjög gaman að vinna með myndefni sem er hversdagslegt en býr samt yfir einhverjum smá töfrum.
„Mér finnst alltaf erfitt að tala um myndefnið, ég vil að fólk lesi sjálft í það,“ segir Ynja Blær.
„Mér finnst alltaf erfitt að tala um myndefnið, ég vil að fólk lesi sjálft í það,“ segir Ynja Blær. — Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir.

Ynja Blær Johnsdóttir heldur sína fyrstu einkasýningu í Listvali. Yfirskrift sýningarinnar er Pása. Ynja lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2023. Á sýningu hennar eru fimm blýantsteikningar og skúlptúr úr grágrýti sem geymir blýantsteikningu.

„Ég byrjaði að teikna þegar ég var pínulítil og á góðar minningar af því að teikna með blýantinum og læra á hann. Það eru margar ástæður fyrir því að ég valdi þann miðil. Í fyrsta lagi finnst mér hann fallegur og svo hefur maður mikla stjórn á honum. Eitt af verkefnum mínum í lífinu er að læra þolinmæði og blýantsteikningar krefjast ögunar og nákvæmni. Þetta er tímafrek aðferð og ég er um það bil þrjár vikur til mánuð að gera hverja mynd,“ segir Ynja.

Sem dæmi um myndefni má nefna stól og borð og lófa.

...