Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

Fjöllistakonan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hefur opnað sýningu í Havarí, Álfheimum 6, sem stendur til jóla. „Verk Lóu eru þekkt fyrir að vera hressandi og ögrandi. Lóa er myndlistarkona, teiknari, myndskreytir, myndasöguhöfundur, grínhöfundur, rithöfundur, tónlistarkona og karókístjórnandi. Á sýningunni verða til sölu prentverk, málverk, skúlptúrar og alls konar annað random brjálæði,“ segir í tilkynningu. Þar er rifjað upp að Havarí var stofnað 2009 af hjónunum Svavari Pétri Eysteinssyni heitnum og Berglindi Häsler. Havarí er opið kl. 12-18 alla virka daga og
kl. 12-15 á laugardögum.