Sveinbjörn Markús Njálsson fæddist 6. október 1954 og verður því sjötugur á morgun. Hann fæddist í Vestri-Leirárgörðum í Leirársveit í Borgarfirði þar sem foreldrar hans bjuggu. „Ég er sjötti í hópi tíu systkina þannig að það var ævinlega…
Hjónin Sveinbjörn Markús og Guðbjörg í Umbria-héraði á Ítalíu árið 2022.
Hjónin Sveinbjörn Markús og Guðbjörg í Umbria-héraði á Ítalíu árið 2022.

Sveinbjörn Markús Njálsson fæddist 6. október 1954 og verður því sjötugur á morgun. Hann fæddist í Vestri-Leirárgörðum í Leirársveit í Borgarfirði þar sem foreldrar hans bjuggu. „Ég er sjötti í hópi tíu systkina þannig að það var ævinlega mannmargt á heimili foreldra minna enda áttu þau einnig stórar fjölskyldur sem komu oft í heimsókn og dvöldu jafnvel lengur en bara einn dag.

Í Vestri-Leirárgörðum var blandaður búskapur, þ.e. búið með kýr og sauðfé, hænur og hross, en foreldrar mínir flytja í Vestri-Leirárgarða 1947. Ég tók fljótt þátt í daglegum sveitastörfum og upplifði heyskap með hestum spenntum fyrir rakstrarvél og vagn en á stundum voru samnýtt dráttarvél og hestur við heyskap. Einnig fluttum við mjókurbrúsana með hestvagni á brúsapallinn en þeir voru staðsettir við heimreið hvers sveitabæjar og við aðalveg sveitarinnar. Þetta gat stundum verið þæfingur í snjóum og hálku yfir

...