„Hvaðan kemur rafmagnið?“ vill kennarinn vita „Úr frumskóginum!“ segir Anna. „Af hverju heldur þú það?“ „Pabbi sagði í morgun: Nú hafa einhverjir apar slökkt á rafmagninu!“ Einu sinni labbaði önd inn á kaffihús og spurði þjóninn: „Áttu nokkuð kex?“…

„Hvaðan kemur rafmagnið?“ vill kennarinn vita „Úr frumskóginum!“ segir Anna. „Af hverju heldur þú það?“ „Pabbi sagði í morgun: Nú hafa einhverjir apar slökkt á rafmagninu!“

Einu sinni labbaði önd inn á kaffihús og spurði þjóninn: „Áttu nokkuð kex?“ Þjónninn svarar: „Nei.“ Næsta dag kom öndin aftur og spurði: „Áttu nokkuð kex?“ Þjóninn svarar aftur: „Nei.“ Þriðja daginn kom öndin aftur og spurði: „Áttu nokkuð kex?“ Þá svaraði þjónninn: „Ég sagði að ég ætti ekki kex. Ef þú kemur aftur negli ég gogginn á þér saman.“ Næsta dag kom öndin aftur og spurði: „Áttu nokkuð nagla?“ „Nei,“ svaraði þjónninn. Þá sagði öndin: „Gott að vita en áttu þá til kex?“

Í strætó: „Bílstjóri! Stoppar þessi vagn við höfnina?“ „Já, ef hann gerir það ekki verður aldeilis gusugangur.“