Átta ný tónverk fyrir barnakóra í Kópavogi verða frumflutt í Salnum í dag, laugardag, kl. 15 í tilefni af 25 ára afmæli Salarins. Verkin voru pöntuð sérstaklega af Salnum fyrir tilefnið. Börnin hafa fengið tækifæri til að vinna náið með tónskáldunum …
Jóhann G. Jóhannsson
Jóhann G. Jóhannsson

Átta ný tónverk fyrir barnakóra í Kópavogi verða frumflutt í Salnum í dag, laugardag, kl. 15 í tilefni af 25 ára afmæli Salarins. Verkin voru pöntuð sérstaklega af Salnum fyrir tilefnið. Börnin hafa fengið tækifæri til að vinna náið með tónskáldunum að lögunum og kynnast mjög fjölbreyttri nýrri tónlist sem samin er sérstaklega fyrir þau.

Í tilkynningu segir að tónskáldin komi úr ólíkum áttum og séu af ólíkum kynslóðum en öll í fremstu röð; Benni Hemm Hemm, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Lúpína, Tryggvi M. Baldvinsson, Úlfur Eldjárn og Þóra Marteinsdóttir. Tónsmíðarnar eru alls konar, bjartar og fjörugar, angurværar og dramatískar, yrkisefnin sótt í ólíka heima og sum lögin unnin í nánu samstarfi við börnin sjálf, segir jafnframt í tilkynningunni.