Sýning Gísla B. Björnssonar, Landsýn, verður opnuð í Gallerí Fold í dag, 5. október, en hún stendur til 26. október. „Gísli á merkan sess í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi
Eitt verka Gísla.
Eitt verka Gísla.

Sýning Gísla B. Björnssonar, Landsýn, verður opnuð í Gallerí Fold í dag, 5. október, en hún stendur til 26. október. „Gísli á merkan sess í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Eftir farsælan starfsferil fékk sá skapandi kraftur sem hefur ávallt fylgt listamanninum útrás og hefur Gísli sinnt honum af fullum krafti. Náttúran er hans helsti innblástur sem fæðir hugmyndir með ferðum um náttúru Íslands á hesti,“ segir í tilkynningu frá galleríinu.