Ég hef aldrei áður fengið annað eins tilboð. Þetta er risastórt og virkilega krefjandi. Karakterinn minn er svo marglaga að það er erfitt að lýsa honum. Hún er danska konan.
„Það er mikill húmor í þáttunum en með þyngri undirtóni. Hann er svo áhugaverður listamaður og fjallar gjarnan í list sinni um mikilvæg málefni en gerir það á frumlegan hátt og með húmor,“ segir Trine um leikstjórann Benedikt Erlingsson.
„Það er mikill húmor í þáttunum en með þyngri undirtóni. Hann er svo áhugaverður listamaður og fjallar gjarnan í list sinni um mikilvæg málefni en gerir það á frumlegan hátt og með húmor,“ segir Trine um leikstjórann Benedikt Erlingsson. — Morgunblaðið/Ásdís

Allir dagar eru langir hjá dönsku leikkonunni Trine Dyrholm sem nú vinnur hér hörðum höndum að því að leika danska konu hjá Benedikt Erlingssyni leikstjóra og handritshöfundi. Eini tíminn sem var laus til spjalls var að kvöldi til og hittumst við Trine á hóteli í miðbænum eftir langan vinnudag á setti. Trine er vel þekkt í heimalandi sínu og víðar, enda hefur hún leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum alveg frá árinu 1990 þegar hún var aðeins átján ára. Íslendingar þekkja hana eflaust best úr þáttunum Erfingjunum og kvikmyndum á borð við Dronningen og Margaret: Queen of the North, en þar lék hún á móti Halldóru Geirharðsdóttur. Trine hafði aðeins einu sinni áður komið til Íslands, fyrir þremur árum á RIFF. Þá stoppaði hún aðeins fjóra daga, en nú hefur Trine búið hér í þrjá mánuði.

„Ég hef alltaf verið heilluð af Íslandi. Ég hef ekki mikinn frítíma en hef

...