Varla hefur farið fram hjá lesendum hversu mikill kraftur er í starfi ýmissa félaga sem helguð eru konum á framabraut. Skemmst er að minnast Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) sem stofnað var vorið 1999 og er í dag orðið að fjölmennum samtökum með starfsemi um allt land
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Varla hefur farið fram hjá lesendum hversu mikill kraftur er í starfi ýmissa félaga sem helguð eru konum á framabraut. Skemmst er að minnast Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) sem stofnað var vorið 1999 og er í dag orðið að fjölmennum samtökum með starfsemi um allt land. Félagið Konur í sjávarútvegi (KIS) hefur líka blómstrað frá því það var stofnað árið 2013 og félagsskapurinn leikið stórt hlutverk við að efla þær konur sem starfa í greininni.

Nú hefur verið ákveðið að stofna félag sem helgað verður konum sem starfa við hvers konar eldi, hvort sem er í sjó eða á landi, innan eldisfyrirtækja eða í tengdum störfum – Konur í eldi.

„Eldisgeirinn er ört vaxandi atvinnugrein hér á landi og gífurleg framför hefur átt sér stað í greininni sem

...