Sífellt færri nemendur í 10. bekk segja lestur vera eitt af helstu áhugamálum sínum. Hlutfall þeirra hefur lækkað úr 27% um aldamótin og niður í 20% nú, eða um rúm sjö prósentustig. Um aldamót sögðust 37% nemenda vera mjög ósammála þeirri fullyrðingu að lestur væri tímasóun

Í brennidepli

Hólmfriður M. Ragnhildard.

hmr@mbl.is

Sífellt færri nemendur í 10. bekk segja lestur vera eitt af helstu áhugamálum sínum. Hlutfall þeirra hefur lækkað úr 27% um aldamótin og niður í 20% nú, eða um rúm sjö prósentustig.

Um aldamót sögðust 37% nemenda vera mjög ósammála þeirri fullyrðingu að lestur væri tímasóun. Í dag segjast aðeins 19% nemenda vera því mjög ósammála. Lækkar hlutfallið um átján prósentustig frá aldamótunum.

Ljóst er að áhugi íslenskra barna á lestri hefur hrunið á þessu tímabili. Árið 2000 sögðust 33% nemenda í 10. bekk aðeins lesa þegar þau þyrftu þess. Í dag er hlutfallið 60% og jafnvel hærra.

Þetta sýna niðurstöður PISA

...