Hrafnkell Lárusson Sýnir í bókinni fram á afgerandi þátt félagastarfs við að breyta samfélagsgerð og menningu.
Hrafnkell Lárusson Sýnir í bókinni fram á afgerandi þátt félagastarfs við að breyta samfélagsgerð og menningu. — Morgunblaðið/Eyþór

Lýðræðisríki og þau sem eru að þróast í átt til lýðræðis byggja jafnan á einhvers konar grundvallarlögum eða -hefðum sem oft eru bundin í stjórnarskrá. Þar eru helstu réttindi og skyldur þegnanna skilgreind, sem og valdsvið og skyldur ríkisvaldsins gagnvart þegnunum. Einstaklingar og menningarhópar verða að tileinka sér pólitískt tungutak síns ríkis til að vera fullgildir þátttakendur í opinberri umræðu og vera færir um að verja rétt sinn og sækja meiri rétt. Af þessu leiðir að fólk sem ekki hefur viðunandi undirbúningsmenntun (í lestri og skrift) á litla möguleika til þátttöku í umræðunni.

Tungumálið er mikilvægasti miðill félagslegra samskipta. Innan samfélaga litast þau mest af ætlunum og skoðunum meðlima, gjörðum þeirra og tungumáli. Án góðs valds á opinberri tjáningu er hætta á að fólk verði að sætta sig við hlutverk „mállausra“ áheyrenda í almannarýminu.

...