Við erum tengd Evrópusambandinu gegnum EES-samninginn en við eigum engan fulltrúa sem gætir hagsmuna okkar.
Guðjón Jensson
Guðjón Jensson

Guðjón Jensson

Í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 var sótt um aðild að Evrópusambandinu sem var misjafnlega tekið. Vildu sumir halda því fram að sjálfstæði þjóðarinnar væri stefnt í voða, án þess að sú fullyrðing væri rökstudd á nokkurn hátt. Við stjórnarskiptin 2013 beitti Miðflokkurinn sér fyrir því að eyðileggja þetta mál án þess að málið væri fyrst borið undir þjóðaratkvæði eins og eðlilegt hefði verið.

Gagnrýnin á Evrópusambandið er á margan hátt mjög ómakleg og yfirleitt órökstudd. Oft er á ferðinni lævís áróður gegn sambandinu þar sem allt er gert tortryggilegt og margt fullyrt sem er gegn allri skynsemi. Að setja fram vafasamar fullyrðingar sem ekki reynast réttar verður að teljast mjög ámælisvert framferði. Það ruglar marga í ríminu í þeim tilgangi einum að hafa áhrif á skoðanir. Slíkt atferli er háttur lýðskrumara sem beita sér gegn

...