Svínið sem stendur í Hafnarstrætinu í Reykjavík og virðir mannlífið fyrir sér lætur ekki sitt eftir liggja í að minna á bleikan október, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Svínið er nú í bleikri klápu í tilefni af átakinu
Október Stefanía verður í þessari fínu regnkápu þennan mánuðinn.
Október Stefanía verður í þessari fínu regnkápu þennan mánuðinn. — Morgunblaðið/Karítas

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Svínið sem stendur í Hafnarstrætinu í Reykjavík og virðir mannlífið fyrir sér lætur ekki sitt eftir liggja í að minna á bleikan október, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Svínið er nú í bleikri klápu í tilefni af átakinu.

„Þetta er doppótt bleik regnkápa sem hún er í núna og er auðvitað gert til að sýna stuðning við bleikan október. Hún var í þessu í fyrsta skipti í október í fyrra,“ segir Selma Ragnarsdóttir, kjólameistari og kennari í Listaháskólanum. Selma sér um að klæða svínið sem heitir Stefanía og hefur tilheyrt veitingastaðnum Sæta svíninu frá því að staðurinn var opnaður fyrir átta árum. Selma segir að ferðamenn reki upp stór augu þegar hún myndast við að koma Stefaníu í föt.

...