Hvítur á leik
Hvítur á leik

1. c4 e5 2. g3 c6 3. d4 e4 4. a3 d5 5. Rc3 Be7 6. Bg2 Rf6 7. f3 exf3 8. Rxf3 dxc4 9. 0-0 0-0 10. e4 b5 11. Kh1 Ra6 12. Dc2 Rc7 13. Bf4 Bb7 14. Had1 Dc8 15. Rh4 Re6 16. Rf5 Dd7 17. Be3 Hfc8 18. d5 cxd5 19. e5 Rg4 20. Rxd5 Bxd5 21. Hxd5 De8 22. Bc1 Rc7

Staðan kom upp á meistaramóti taflfélaga í Frakklandi sem fór fram fyrr á þessu ári í Chartres. Indverski stórmeistarinn Pentala Harikrishna (2.699) hafði hvítt gegn rúmenskum kollega sínum, Constantin Lupulescu (2.588). 23. De2! h5 24. h3! Rxd5 25. Bxd5 Hc5 26. e6! Bf8 og svartur gafst upp um leið enda taflið gjörtapað eftir 27. exf7+. Í gær lauk fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga en síðari hluti mótsins fer fram um mánaðamótin febrúar/mars 2025. Þetta fjölmennasta skákmót hvers árs fór fram í Rimaskóla en nánari upplýsingar um gang mála má finna á skak.is.