Oliver Blume, forstjóri Volkswagen, vill að ESB geri breytingar á nýjum tollum á kínverska rafmagnsbíla svo að tekið verði tillit til fjárfestinga kínverskra bílaframleiðenda í Evrópu. Í viðtali við Bild am Sonntag sagði Blume að í stað þess að…

Oliver Blume, forstjóri Volkswagen, vill að ESB geri breytingar á nýjum tollum á kínverska rafmagnsbíla svo að tekið verði tillit til fjárfestinga kínverskra bílaframleiðenda í Evrópu. Í viðtali við Bild am Sonntag sagði Blume að í stað þess að beita verndartollum sem refsitæki mætti skapa hvata til fjárfestingar: „Þeir sem fjárfesta, skapa störf og vinna með innlendum fyrirtækjum ættu að njóta góðs af því þegar kemur að tollum,“ sagði hann.

Fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Evrópusambandið myndi leggja allt að 45% toll á kínverska rafbíla. Framkvæmdastjórn ESB hélt atkvæðagreiðslu um málið á föstudag þar sem 10 greiddu atkvæði með, 5 á móti og 12 sátu hjá.

Þýskaland greiddi atkvæði gegn tollunum, en þýsku bílarisarnir hafa fjárfest fyrir marga milljarða evra í kínverskum rafbílaframleiðendum og óttast einnig að

...