Heima í Kópavogi Anna Júlíana og Rafn með öllum barnabörnunum síðastliðið sumar.
Heima í Kópavogi Anna Júlíana og Rafn með öllum barnabörnunum síðastliðið sumar.

Anna Júlíana Sveinsdóttir fæddist 7. október 1949 í Reykjavík.

Hún bjó fyrstu tuttugu árin í Kópavogi, fyrst á Borgarholtsbrautinni og síðan í Víðihvamminum. „Þar ólst ég upp og stundaði barna- og grunnskólanám. Á þessum árum var Kópavogur að byggjast upp en foreldrar mínir voru bæði mjög virkir þátttakendur í bæjarlífinu, pabbi var bæjarfulltrúi og mamma var í kirkjukórnum og mjög félagslynd.

Á sumrin stundaði ég ýmis störf og dvaldi nokkur sumur í sveit að Þverfelli í Lundarreykjadal. Skólagöngu hérlendis lauk með stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969, en ég var einnig einn vetur fyrir norðan í Menntaskólanum á Akureyri. Allt frá menntaskólaárunum höfum við mörg haldið hópinn og hittumst reglulega. Sú vinátta og tryggðabönd hafa verið mér mikilvæg alla tíð síðan. Á þessum árum vaknaði strax áhugi hjá mér á klassískum söng

...