Ekki er enn komið í óefni en vissara er að huga að því fyrr en seinna hvernig koma má í veg fyrir að of mikið álag valdi vandræðum á fjölsóttum ferðamannastöðum. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sem…
Stígandi Ferðamenn við Kerið í Grímsnesi. Sumarið olli vonbrigðum en sérfræðingar búast við jöfnum vexti eftirleiðis. Ferðaþjónustudagurinn 2024 er helgaður álagsstýringu.
Stígandi Ferðamenn við Kerið í Grímsnesi. Sumarið olli vonbrigðum en sérfræðingar búast við jöfnum vexti eftirleiðis. Ferðaþjónustudagurinn 2024 er helgaður álagsstýringu. — Morgunblaðið/Eggert

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Ekki er enn komið í óefni en vissara er að huga að því fyrr en seinna hvernig koma má í veg fyrir að of mikið álag valdi vandræðum á fjölsóttum ferðamannastöðum. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sem standa í dag fyrir Ferðaþjónustudeginum 2024 þar sem álagsstýringar verða í forgrunni.

„Það eru kannski örfáir staðir þar sem álagið er nú þegar farið að valda áhyggjum en Umhverfisstofnun gefur á hverju ári út álagsmat á ferðamannastöðum innan friðlýstra svæða og af þeim stöðum sem mælingin nær til lenda 2% á rauðum lista,“ útskýrir Jóhannes, en á viðburðinn í dag er von á gestum frá þjóðgarðsstofnunum og ferðamálastofum Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Skotlands og munu þeir deila reynslu

...