Til að lífeyrissjóðirnir komi inn á húsnæðismarkaðinn með svo markvissum hætti þarf löggjafinn að fela þeim það í löggjöf og traustu regluverki.
Guðjón Ólafur Sigurbjartsson
Guðjón Ólafur Sigurbjartsson

Guðjón Ólafur Sigurbjartsson

Húsnæðisvandinn á Íslandi hefur verið viðvarandi mörg undanfarin ár og aðgerðir stjórnvalda duga skammt. Húsnæðisverð hækkar stöðugt og sveiflast aðallega upp á við, með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið, sérstaklega ungt, efnalítið fólk.

Lóðaskortur er oft nefndur sem helsta ástæða húsnæðisvandans, en það er fleira sem kemur til. Ein af stærstu ástæðunum er að þegar kaupmáttur almennings dregst saman, til dæmis vegna hárra stýrivaxta, draga lánveitendur úr lánveitingum til byggingaraðila sem leiðir til minni framleiðslu íbúða og verðhækkana og seljendur hægja á sölu og bíða verðhækkana.

Þessi grein fjallar um aðgerðir sem duga til að fá fram nægt, stöðugt framboð húsnæðis og lækka húsnæðisverð.

Hvað þarf til?

...