Þjóðin þarf skýringu á því að 15.000 heimili voru seld undan fjölskyldum vegna þess að lög voru ekki birt.
Halldór Gísli Sigurþórsson
Halldór Gísli Sigurþórsson

Halldór Gísli Sigurþórsson

Opið bréf til forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur.

Mig langar að byrja á að óska þér til hamingju með kjörið í embætti forseta Íslands.

Þú talaðir um það í kosningabaráttunni að þú ætlaðir að vinna fyrir fólkið í landinu. Það veit á gott, þar sem að mínu mati hefur vantað allnokkuð upp á að forseti Íslands hafi verið að vinna fyrir almenning hér á landi.

Ég sendi opið bréf til forseta Alþingis um þetta málefni fyrir allnokkru, en hann hefur enn ekki svarað bréfi mínu.

Samkvæmt 2. grein stjórnarskrárinnar fara forseti Íslands og Alþingi saman með löggjafarvaldið. Vegna eðlis embættis þíns tel ég að forseti Íslands eigi að geta haft áhrif á að lög nr. 2 frá 1993 verði birt í

...