Ruth Hodaya Peretz, 17 ára stúlka í hjólastól, með heilalömun og vöðvarýrnun, var ein þeirra sem ekki gátu flúið.
Ragnheiður Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir

Þeir sem myrtir voru á Nova-tónlistarhátíðinni í S-Ísrael 7. október fyrir ári voru að mestu ungt fólk á aldrinum 20-40 ára sem var að skemmta sér. Margir voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og því auðveldara fyrir hryðjuverkamennina að ná slíkum tónleikagestum, þar sem þeir áttu erfiðara með að flýja og fela sig. Meðal óbreyttra borgara sem Hamas-samtökin myrtu á Nova voru þrír af níu starfsmönnum Elem Youth in Distress, Yonathan Richter, 48, Lior Hadad Atias, 36, og Sigal Levi, 31, sem voru á Nova til að aðstoða ungt fólk undir áhrifum, og yfirmenn bráðaliða, Assaf Shlesinger, 57, og öryggismála, Aviv Eliyahu, 38.

Ruth Hodaya Peretz, 17 ára stúlka í hjólastól, með heilalömun og vöðvarýrnun, var ein þeirra sem ekki gátu flúið. Lík hennar og föður hennar, Eriks, 58, sem fór oft með hana á tónlistarhátíðir, fundust ekki

...