Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, hefur stýrt sínum síðasta leik í Árbænum. Þetta tilkynnti hann í samtali við Fótbolta.net. Fylkir féll úr efstu deild á sunnudag er liðið gerði jafntefli við HK á útivelli.

Katrín Ásbjörnsdóttir, knattspyrnukonan reynda úr Breiðabliki, er ekki með slitið krossband í hné eins og óttast var eftir úrslitaleikinn gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á laugardaginn. Katrín var borin af velli seint í leiknum. Hún staðfesti í viðtali við fotbolti.net í gær að grunur væri um að hnéskelin hefði farið úr lið.

Hollenska knattspyrnugoðsögnin Johan Neeskens er látinn, 73 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur í Alsír, þar sem hann var á þjálfaranámskeiði á vegum hollenska knattspyrnusambandsins. Neeskens lék tvo úrslitaleiki á HM með Hollandi, árin

...