Öngþveitið verður að leysa

Það var fróðlegt að sjá í sjónvarpi viðtal við Resa Palevi, son og nafna síðasta keisara í Íran og titlaðan krónprins landsins. Sá fór auðvitað með löndum og mjög gætilega, en talaði þó um leið opinskátt um það, að einungis væri ein fær leið, að koma því landi úr sinni herkví, sem Íran hefði verið í frá því að klerkaveldið tók landið yfir.

Krónprinsinn áréttaði í viðtalinu, sem sjálfsagt var, að hann myndi augljóslega ekki taka undir eða mæla með einstökum aðgerðum gagnvart Íran. En hitt væri á hinn bóginn augljóst að núverandi tilvera fyrir allan almenning í Íran væri mjög þrúgandi og það gæfi augaleið að forsenda þess að landið næði sér á strik á ný væri sú, að stjórnarfarið í því landi myndi nálgast lýðræðislegar forsendur, sem almenningur myndi geta sætt sig við og fengið að njóta getu sinnar og krafta.

Ýmsir teldu, um þessar mundir,

...