Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e3 f5 5. Bd3 Rf6 6. Rge2 Bd6 7. Dc2 Re4 8. h4 0-0 9. f3 Rg3 10. Hh3 Rxe2 11. Rxe2 dxc4 12. Bxc4 b5 13. Bb3 a5 14. a3 Kh8 15. e4 e5 16. dxe5 fxe4 17. exd6 Bxh3 18. Bg5 Dxd6 19. Hd1 Dh2 20. gxh3 exf3 21. Rf4 Dg1+ 22. Kd2 f2 23. Dd3 Dh2 24. Kc1 Rd7 25. Bc2 Rf6 26. Re6 Hf7

Staðan kom upp í efstu deild fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk sl. sunnudag í Rimaskóla í Grafarvogi en heimaliðið, Skákdeild Fjölnis, hefur örugga forystu eftir að helmingi mótsins er lokið. Fjölnismaðurinn, alþjóðlegi meistarinn Dagur Ragnarsson (2.346), hafði hvítt gegn Jóhanni Ragnarssyni (1.900). 27. Bxf6! gxf6 28. Dd8+! Hf8 svartur hefði orðið mát eftir 28. … Hxd8 29. Hxd8+. 29. De7! og svartur gafst upp enda óverjandi mát. Fjölnir er með fullt hús stiga, 10 en næsta lið, TR, er með 7, sjá skak.is.