Í huga hergagnaframleiðenda er allt friðartal sem ógn fyrir frekari gróðavon, sem ætti að vera næg fyrir.
Guðjón Jensson
Guðjón Jensson

Guðjón Jensson

Þegar Eisenhower forseti BNA kvaddi Hvíta húsið 17. janúar 1961 flutti hann af því tilefni mjög magnaða kveðjuræðu. Þar varar hann bandarísku þjóðina og þar með heimsbyggðina alla við sívaxandi umsvifum og áhrifum hergagnaiðnaðarins. Það er ótrúlegt hvað herforingi sem fór með æðsta vald herliðs BNA í Evrópu var tortrygginn gagnvart hergagnaframleiðendum. Allar götur síðan hafa hergagnaframleiðendur sífellt verið að færa sig upp á skaftið, hafa náð hreðjatökum á stjórnmálamönnum, sem þeir hafa meira og minna í vasanum og skipa þeim fyrir hvers vænst er af þeim. Allt til þess gert að skara betur að sínum hagsmunum, að framleiða meira af hergögnum af margs konar tagi.

Þetta er ógnvænleg þróun sem hefur verið á kostnað mannréttinda og allrar skynsemi við málefni alls heimsins. Þessa ræðu Eisenhowers má víða finna enda er oft til

...