Glæpasaga Voðaverk í Vesturbænum ★★★★· Eftir Jónínu Leósdóttur Mál og menning 2024. Kilja 300 bls.
Glæpir Jónína hefur sent frá sér sjöttu bókina um eftirlaunaþegann Eddu.
Glæpir Jónína hefur sent frá sér sjöttu bókina um eftirlaunaþegann Eddu. — Morgunblaðið/Eggert

Bækur

Steinþór

Guðbjartsson

Ímyndunarafl er eitt og framkvæmd annað en með hjálp Eddu, bóksala á eftirlaunum, tekst Jónínu Leósdóttur að sameina þetta tvennt á skemmtilegan hátt í Eddubókunum. Sjötta bókin, Voðaverk í Vesturbænum, er meinhæðin eins og þær fyrri en með alvarlegri tón með vísun til ýmissa samfélagslegra vandamála.

Edda, sem er á áttræðisaldri, lætur árin ekki stöðva sig. Hún tekur sitt rými, er með skýringar og skoðanir á öllu, alltaf með svar á reiðum höndum, fer sínu fram og lætur engan eiga inni hjá sér. Uppátækjasöm kona með óstjórnlegan áhuga á fólki sem börnin hennar kalla reyndar afskiptasemi og forvitni. Góð fyrirmynd þeirra sem halda að lífið sé búið þegar sjötíu árunum er náð.

...