Samantha Smith lauk einstöku tímabili á laugardaginn þegar hún varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta með Breiðabliki, en hún lék síðustu sjö leiki Kópavogsliðsins og setti heldur betur svip sinn á bæði liðið og Bestu deildina
Mögnuð Samantha Smith skoraði níu mörk í sjö deildarleikjum Breiðabliks og fékk 12 M hjá Morgunblaðinu fyrir þessa sjö leiki í deildinni.
Mögnuð Samantha Smith skoraði níu mörk í sjö deildarleikjum Breiðabliks og fékk 12 M hjá Morgunblaðinu fyrir þessa sjö leiki í deildinni. — Morgunblaðið/Hákon

BEST

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Samantha Smith lauk einstöku tímabili á laugardaginn þegar hún varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta með Breiðabliki, en hún lék síðustu sjö leiki Kópavogsliðsins og setti heldur betur svip sinn á bæði liðið og Bestu deildina.

Samantha varð þar með meistari tveggja efstu deildanna á sama tímabilinu, en hún kom til Breiðabliks um miðjan ágúst í láni frá Austfjarðaliðinu FHL, sem þá hafði þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni 2025.

Bandaríski framherjinn setti um leið svip sinn á einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfina. Hún var besti leikmaður deildarinnar í ágústmánuði, samkvæmt M-gjöfinni, og endurtók leikinn í september/október. Í fjórum síðustu umferðum deildarinnar, á tímabilinu 12. september til

...