Herjólfur III Skipið hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn að undanförnu.
Herjólfur III Skipið hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn að undanförnu. — Morgunblaðið/KHJ

Gamli Herjólfur er kominn á söluskrá. Hann verður þó ekki seldur fyrr en búið er að tryggja varaskip fyrir Herjólf IV en verið er að vinna í því, segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Skipið, sem nú heitir Herjólfur III, er skráð hjá fyrirtækinu J Gran & co A/S Shipbrokers í Bergen í Noregi, sem er með það í einkasölu í þrjá mánuði, eða til 15. nóvember 2024.

Heimild er í fjárlögum ríkisins til að selja skipið. Ásett verð er 4,2 milljónir evra, jafnvirði 625 milljóna króna.

Talsverður áhugi hefur verið á skipinu og nokkrir hafa lýst yfir áhuga á að skoða það, segir G. Pétur.

Herjólfur lV kom til landsins sumarið 2019 og hóf siglingar milli lands og Vestmannaeyja. Herjólfur III varð þá varaskip fyrirrennara síns. Skipið var á

...