Flug Icelandair eykur hlut sinn en Play missir spón úr aski sínum.
Flug Icelandair eykur hlut sinn en Play missir spón úr aski sínum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Flugfélögin tvö Icelandair og Play tilkynntu í gær um farþegafjölda félaganna í september.

Icelandair flutti 458 þúsund farþega í september sem er 10% fleiri en fyrir ári. Þar af var 31% á leið til Íslands,16% frá Íslandi og 48% voru tengifarþegar. Sætanýting var 83% og stundvísi 86,6%. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt 3,6 milljónir farþega eða 8% fleiri en í fyrra.

Flugfélagið Play hins vegar flutti um 145 þúsund farþega í september, sem er 14,7% samdráttur frá fyrra ári. Sætanýting jókst hins vegar, er nú 87,3%. Af þeim farþegum sem flugu með Play í september voru 28,3% á leið frá Íslandi, 35,8% á leið til Íslands og 35,9% voru tengifarþegar.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir í tilkynningu: „Í september tilkynntum við

...