Freistingin til að stroka út fortíðina og hafna menningararfinum leiðir okkur á hættulegar slóðir.
Árni Sigurðsson
Árni Sigurðsson

Árni Sigurðsson

„Á autt blað skrifar maður fegurstu ljóðin“ virðist við fyrstu sýn lýsa von um fögur fyrirheit og ótakmarkaða möguleika – hreinan byrjunarpunkt ómengaðan af mistökum fortíðarinnar. En þegar nánar er að gáð fá þessi orð ógnvekjandi merkingu sem fær kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds. Þetta eru orð Maós Zedongs, leiðtoga Kínverska kommúnistaflokksins, í ræðu árið 1958 þar sem hann réttlætti víðtæk grimmdarverk, mannfjöldahreinsanir og eyðingu menningar í leit að nýju fyrirmyndarsamfélagi.

Aðstæður í Kína árið 1958

Í raunveruleikanum var „autt blað“ táknmynd fyrir hið fullkomna tómarúm sem Maó taldi nauðsynlegt til að skapa sósíalíska framtíð. Það þurfti að þurrka út fyrri hefðir, menningu, trúarbrögð og siði til að ryðja sviðið fyrir nýtt samfélag. Þetta leiddi

...