Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist alltaf hafa verið óútskýranlega hrædd við köngulær en hún ákvað á dögunum að fara í köngulóafælnimeðferð hjá sálfræðinemum í HÍ. Þar má segja að hún hafi sigrast á fóbíunni, eða að minnsta kosti eignaðist hún nýjan vin sem hún kallar Kalla könguló.

Hún deildi færslu og myndbandi um meðferðina á Instagram-síðu sinni fyrir helgi. Þar lýsti hún meðferðinni og sagði frá því að hún hefði virkað mun betur en hún bjóst við.

Sjáðu myndbandið í jákvæðum fréttum á K100.is.