Fleiri eru andvígir frumvarpi utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, EES, vegna bókunar 35 en eru hlynntir frumvarpinu. Hlutföllin eru 39% á móti, 35% með, að því er segir á vef Heimssýnar sem fjallar um nýja skoðanakönnun sem Prósent gerði fyrir samtökin.

Þetta kemur út af fyrir sig ekki á óvart því að enn hefur ekki verið útskýrð með frambærilegum rökum nauðsyn þess að lögfesta þann forgangsrétt reglna frá ESB sem í frumvarpinu felst.

Hitt kemur heldur ekki á óvart að mestur stuðningur við frumvarpið er meðal stuðningsmanna Viðreisnar, Samfylkingar, VG og Pírata, þó að einna helst mætti undrast að VG birtist í þessu samhengi.

Það sem hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir varaformann Sjálfstæðisflokksins er að einungis 16% sjálfstæðismanna segjast

...