Ísraelar sögðu í gær að þeir hefðu hert sóknina á jörðu niðri í Líbanon og sent fleiri hermenn inn í landið í atlögu sinni gegn samtökunum Hisbollah, sem hafa þar aðsetur. Forusta Hisbollah lýsti yfir því að gerð hefði verið árás á borgina Haifa í…
Á flótta Fólk á vergangi kemur sér fyrir í Sky Bar, næturklúbbi í Beirút.
Á flótta Fólk á vergangi kemur sér fyrir í Sky Bar, næturklúbbi í Beirút. — AFP/Ibrahim Amro

Ísraelar sögðu í gær að þeir hefðu hert sóknina á jörðu niðri í Líbanon og sent fleiri hermenn inn í landið í atlögu sinni gegn samtökunum Hisbollah, sem hafa þar aðsetur. Forusta Hisbollah lýsti yfir því að gerð hefði verið árás á borgina Haifa í Ísrael eftir að Ísraelsher greindi frá því að 85 flugskeytum hefði verið skotið frá Líbanon.

Í heilt ár hefur verið tekist á við landamæri Ísraels og Líbanons. Hisbollah, sem njóta stuðnings og lúta stjórn Írana, hófu að skjóta sprengjum á Ísrael strax eftir árás hryðjuverkasamtakanna Hamas fyrir ári. Ísraelar svöruðu fyrir sig og má segja að átökin við landamærin hafi mallað þar til í september þegar Ísraelar létu til skarar skríða með því að sprengja sprengjur, sem komið hafði verið fyrir í símboðum mörg þúsund liðsmanna Hisbollah og ráða leiðtoga samtakanna, Hassan Nasrallah, af dögum.

Líbanar

...