„Þetta er sölusýning og fólk fær þarna tækifæri til að eignast listaverk eftir listamenn, milliliðalaust. Þetta snýst líka um að listafólk kynni sig og eigi þetta dýrmæta samtal við gesti, maður á mann, að gestir fái að kynnast listamönnunum á bak við verkin
Leirlist Guðný, lengst t.v. með Auði G. Gunnarsdóttur og Ólöfu Erlu Bjarnadóttur, allar sýna þær verk á Torgi.
Leirlist Guðný, lengst t.v. með Auði G. Gunnarsdóttur og Ólöfu Erlu Bjarnadóttur, allar sýna þær verk á Torgi.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Þetta er sölusýning og fólk fær þarna tækifæri til að eignast listaverk eftir listamenn, milliliðalaust. Þetta snýst líka um að listafólk kynni sig og eigi þetta dýrmæta samtal við gesti, maður á mann, að gestir fái að kynnast listamönnunum á bak við verkin. Það er mjög gaman að koma og skoða verk, spjalla við listafólkið, jafnvel uppgötva einhverja nýja og þeirra verk,“ segir Guðný Rúnarsdóttir leirlistakona og nýr formaður Leirlistafélags Íslands, en hún er ein af þeim sem sýna verk og selja á Torgi – Listamessu í Reykjavík sem nú er haldin í sjötta sinn og fer fram á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Listamessan fór af stað um síðustu helgi og verður aftur opin um næstu helgi. Hátt í fjörutíu listamenn taka þátt í ár í listamessunni sem er einn stærsti sýningar- og söluvettvangur myndlistar á

...