Elísabet S. Ólafsdóttir var í hringiðunni í Karphúsinu í rúma fjóra áratugi.
Elísabet S. Ólafsdóttir var í hringiðunni í Karphúsinu í rúma fjóra áratugi. — Morgunblaðið/Hallur Már

Fáir ef nokkrir þekkja samspil arma vinnumarkaðarins jafn vel og Elísabet S. Ólafsdóttir, en hún lét af störfum hjá embætti ríkissáttasemjara fyrr á árinu eftir að hafa starfað þar sem skrifstofustjóri og sáttasemjari í rúma fjóra áratugi.

Fengi hún einhverju ráðið væri það einkum tvennt sem hún myndi breyta í umhverfi kjarasamninga.

„Það er annars vegar það að ég tel að væri til bóta að það væri meira samstarf á milli samningsaðila á milli kjarasamninga. Svo hitt, að undirbúningur og samtalið byrjaði fyrr heldur en það hefur gert.“

Hún segir Dani til að mynda fara öðruvísi að.

„Ég var um tíma hjá danska ríkissáttasemjaraembættinu, í nokkra mánuði, og Danirnir gera þetta allt öðruvísi en við. Þeir eru í stöðugu samtali á

...